tisa: Everlasting Happyfish

mánudagur, janúar 23, 2006

Everlasting Happyfish

Leiðinlegasti vinnudagurinn í langan, langan tíma.
Oj.
Nenni ekki að tala um það.

En hvað þá?

Það var svona bekkjarmyndataka í skólanum. Auðvitað var þema. Og þar sem við erum svo frumlegur bekkur datt okkur ekkert betra í hug en hattaþema, það hefur öruggæega enginn gert það áður.
Ég mætti með rósóttu alpahúfuna mína og brosti breitt framan í myndavélina, þvinguðu, stífu og mygluðu brosi.

Ég held að ég muni aldrei geta farið til Danmerkur, einfaldlega vegna þess að þar er töluð danska og danska minnir mig á dönskutíma.

Dönskutímar í Kvennó eru leiðinlegir as hell.
Svona eins og Erla Jóhanna, nema þessi kona talar í súper-slow-motion og gengur í dauðum dýrum.
Ég forðast þetta eins og heitan eldinn.
Kannski er þetta bara eitthvað við dönskukennara og að vera ótrúlega boring fólk.
Örugglega ágætis fólk utan skólans, en þegar inn í dönskustofuna er komið...
ó mig auma

Ég er ennþá fúl yfir þessu með Laugaveginn.
Og annað sem er ennþá í gangi hjá mér
FJÖRFISKUR.
Vá, ætli ég komsist í Guinness World Book of Records Primetime Show eða hvað sem þetta hét.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 20:09

6 comments